Fyrsta vísindaferð vetrarins 2016/2017

Hæhæ

Þá er það komið að skráningu í fyrstu vísindaferð vetrarins! Okkur er boðið í vísindaleiðangur á tannlæknastofu Jónsa, Villa, Sigfúsar, Kristínar Gígju og Írisar Þórs  föstudaginn 2. september á Grensásvegi 13.

Mæting er stundvíslega klukkan 18:00 og ég hvet alla meðlimi FÍT að skrá sig hér til hliðar. Athugið að öllum meðlimum FÍT er boðið þ.á.m. tannlæknanemum, tannsmíðanemum og tanntækninemum. Athugið að skráningu líkur næsta miðvikudaginn (31.ágúst) klukkan 22:00.

Til að skrá sig þarf að smella á linkinn hér til hliðar á síðunni undir “Næstu viðburðir”.

Kær kveðja, Vísundur