Vísindaleiðangur í Lífeyrissjóð Tannlæknafélags Íslands

Sæl og blessuð.

Þá er skráning byrjuð fyrir hina árlegu vísindaferð í Lífeyrissjóð Tannlæknafélags Íslands. Skráningu lýkur á miðvikudaginn klukkan 22:00. Athugið að þessi vísindaferð er aðeins fyrir tannlæknanema og maka. En eftir vísindaferðina er planið að hittast á heimabarnum okkar Tívolí bar og við hvetjum tannsmíða- og tanntæknanemana tvímælalaust til þess að koma og tjútta með okkur um kvöldið.

Kynningin fer fram í aðalútibúi Landsbanka Ísland í Austurstræti 11, á hæð 2 í Kjarvalsstofu og hefst klukkan 17:30 föstudaginn 16.09.2016

Til að skrá sig þarf að smella á linkinn hér til hliðar á síðunni undir “Næstu viðburðir”.

Bestu kveðjur, Vísundur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *