Vísindaferð til Sigurgísla

Heil og sæl!

Þá er það komið að næstu vísindaferðinni! Okkur er boðið að heimsækja tannlæknastofu Sigurgísla Ingimarsson föstudaginn 14.október.

Mæting er stundvíslega klukkan 19:30 og ég hvet alla meðlimi FÍT að skrá sig hér til hliðar. Athugið að öllum meðlimum FÍT er boðið þ.á.m. tannlæknanemum, tannsmíðanemum og tanntækninemum. Skráningu lýkur næsta miðvikudag (12.október) klukkan 22:00.

Til að skrá sig þarf að smella á linkinn hér til hliðar á síðunni undir “Næstu viðburðir”.

Einnig við ég minna á vísindaferðina til Tannsmiðjunnar Króna en hún er aðeins fyrir tannlæknanema á 4., 5. og 6. ári og einnig verður boðið tannlæknanemum sem hafa útskrifast seinustu 3 árin.  Hún verður haldin núna næsta fimmtudag, 13.október frá klukkan 17-19. Kíkið á eventið á facebook til að skrá sig í þá ferð.

Kær kveðja, Vísundur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *