Lög og reglur

1. Kafli

F.Í.T.

1.1. Félagið heitir Félag íslenskra tannlæknanema, skammstafað F.Í.T. (e: Icelandic Dental Students´ Association).

1.2. Tilgangur félagsins:

a) Félagið telur sér ekkert óviðkomandi er snertir hag eða fræðslu tannlæknanema.

b) Félagið skal stuðla að auknu félagslífi með því m.a. að halda fundi ‏þar sem fluttir eru fyrirlestrar um áhugamál tannlæknanema, gangast fyrir árshátíð og öðrum skemmti-samkomum og skipuleggja a.m.k. tvo vísindaleiðangra ár hvert.

c) Félagið skal stuðla að stúdentaskiptum við önnur lönd og afla fjár til að standa straum af kostnaði við þau.

1.3. Félagið skal vera óflokkspólitískt og ekki sem slíkt hafa afskipti af öðrum málum en ‏þeim sem beint snerta tannlækningar, tannlæknanema eða stúdenta almennt.

1.4. Félagsár og fjárhagsár miðast við aðalfund ár hvert.

 

2. Kafli

FÉLAGAR

2.1.

a) Fullgildur félagi telst hver sá sem stundar nám í tannlækningum við Háskóla Íslands, Tannsmíðaskóla Íslands og á Námsbraut aðstoðarfólks tannlækna (N.A.T.) og greiðir árgjald sitt til félagsins.

b) Aukafélagar geta íslenskir stúdentar sem nema tannlækningar erlendis og íslenskir tannlæknar. Aukafélagar greiða hálft árgjald, og geta tekið þátt í félagslífi félagsins en njóta hvorki atkvæðisréttar né kjörgengis.

e) Heiðursfélagi getur sá einn orðið sem unnið hefur frábært starf í þágu félagsins. Hann skal kosinn á aðalfundi félagsins með a.m.k. 3/4 greiddra atkvæða. (Fyrsti og eini heiðursfélagi til þ‏essa er Jón Sigtryggsson fyrrum prófessor).

 

3. Kafli

FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR

3.1. Aðalfundur skal haldinn innan tveggja vikna frá skólasetningu á haustmisseri ár hvert. Hann skal boða með minnst viku fyrirvara með augl‎ýsingu í húsakynnum deildarinnar. Almennir félagsfundir skulu augl‎ýstir með minnst sólarhrings fyrirvara.

3.2. Aðalfundur telst löglegur ef minnst helmingur félagsmanna eða 2/3 ‏þeirra sem vinna á klínik sitja hann. Sé aðalfundur ekki löglegur vegna ónægrar fundarsóknar skal boða til nýs aðalfundar á sama hátt og áður og er hann ‏þá löglegur án tillits til fundarsóknar.

3.3. Allar tillögur til lagabreytinga skal leggja fram skriflega til stjórnar eigi síðar en ‏þremur dögum fyrir aðalfund. Skulu ‏þær liggja frammi ásamt reikningi allra sjóða félagsins (‏þ.m.t. Harðjaxl) í tvo daga. Heimilt er að bera fram tillögur til breytinga á lagabreytingartillögum ‏þeim er fyrir aðalfundi kunna að liggja og skal skylt að leyfa umræður um hvort tveggja. Allar lagabreytingar skulu hljóta a.m.k. 2/3 hluta atkvæða félagsmanna á aðalfundi til að öðlast gildi. Í öllum öðrum málum nægir einfaldur meirihluti sé annað ekki tekið fram.

3.4. Dagskrá aðalfundar.

a) Kosning fundarstjóra sem síðan tilnefnir fundarritara.

b) Fundargerð síðasta aðalfundar.

c) Sk‎rýsla fráfarandi stjórnar.

d) Greint frá stöðu allra sjóða.

e) Ákvörðun árgjalda komandi starfsárs að fenginni tillögu fráfarandi gjaldkera.

f) Lagabreytingar.

g) Kosningar samkvæmt 4. kafla.

h) Önnur mál.

3.5. Hver stjórnarmanna sem er eða 1/3 félagsmanna getur boðað til almenns félagsfundar. Fundarefni skal auglý‎st á fundarboðun. Stjórn og félagsmönnum er skylt að fara að ályktun félagsfundar enda sé fundarsókn eigi minni en um getur (3.2. hér að framan).

3.6. Reglugerðarbreytingar má gera á almennum félagsfundum ef fundarsókn er ekki minni en um getur (3.2. hér að framan). Skulu ‏þær hljóta 2/3 greiddra atkvæða til að öðlast gildi.

3.7. Stjórn skal boða til félagsfundar í febrúar ‏þar sem rætt skal um nám og kennsluhætti á hverju ári. Sam‏ykkt fundarins skal komin á framfæri á deildarfundi af fulltrúum nemenda.

3.8. Stjórn skal boða til almenns félagsfundar í september ‏þar sem lagðir skulu fram endurskoðaðir reikningar undan-gengins félagsárs.

3.9. Jólafundur skal haldinn í desember ár hvert eftir að prófum l‎íkur. Skal fundurinn vera í umsjá 3. árs.

3.10. Árshátið skal haldin aðra helgi í febrúar ár hvert. Skal hún vera í umsjón 3ja árs.

 

4. Kafli

KOSNINGAR

4.1. Allir fullgildir félagar hafa kosningarétt.

4.2. Kosningar til stjórnar félagsins skulu vera leynilegar. Falli atkvæði jafn skal hlutkesti ráða.

4.3. Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum: formanni, gjaldkera, ritara, ritstjóra Harðjaxls og formanni skemmtinefndar.

4.4. Kosningar skulu þ‏annig framkvæmdar:

a) Kjör formanns sem jafnframt skal vera einn fulltrúi nemenda á deildarfundum og sitja í deildarráði. Skal hann sitja á 6. námsári.

c) Kjör varaformanns skal vera nemandi af 4. eða 5. ári.

b) Kjör gjaldkera.

c) Kjör ritara.

d) Kjör formanns skemmtinefndar skal kjörinn á 3. ári og sitja á 3.ári.

e) Kjör ritstjóra Harðjaxls. Skal hann sitja á 4. námsári en starfa á 5. námsári (s.br gr. 7.2). Í ritnefnd skulu sitja aðrir nemendur á sama ári.

f) Kjör fulltrúa F.Í.T. í Al‏þjóðasamtök tannlæknanema (IADS) sem kjörinn er til tveggja ára í senn. Skal hann vera tengiliður félagsins við samtökin svo og hafa umsjón með stúdentaskiptum í gegnum samtök þ‏essi, samkvæmt nánari reglum um N.E.O. (National Exchange Officer) í lögum IADS.

g) Kjör fulltrúa F.Í.T. í E.D.S.A (European Dental Students association) sem starfar í tvö ár í senn. Skal hann sitja á þ‏ingum og skrifa greinargerð um ‏það sem þ‏ar fer fram. Hann skal einnig fylgjast með þ‏ví sem er að gerast í N.O.S. (Nordisk Odontologisk Studentr?d).

h) Kjör fulltrúa til setu í kennslunefnd. Í nefndinni skulu vera tveir aðalfulltrúar og einn varafulltrúi sem er fráfarandi aðalfulltrúi. Aðalfulltrúi skal vera kosinn af 3. eða 4. námsári og sitja tvö ár í senn. Sá aðalfulltrúi sem lengra er kominn í námi skal sitja deildarráðsfundi en báðir skulu þ‏eir sitja deildarfundi. Sérstakur vinnuhópur skal koma saman a.m.k. einu sinni á önn og skal hann vera ráðgefandi fyrir kennslunefndarfulltrúa. Hver árgangur skal senda einn fulltrúa til að starfa í þ‏essum hópi.

i) Kjör tölvusénís.

j) Kjör heimasíðusnillings F.Í.T.

k) Kjör lesstofumóguls sem hefur yfirumsjón með lesstofu tannlæknanema.

l) Kjör ljósmyndara, nemandi skal sitja á 3. ári

n) Kjör íþ‏róttafulltrúa sem skipuleggi íþ‏róttaiðkanir félagsmanna og annist útvegun húsnæðis undir ‏þá.

p) Kjör vísindaformanns sem skipuleggi og sjái um vísindaleiðangra á vegum félagsins, a.m.k. tvo ár hvert. Vísundur skal vera af klínísku ári.

q) Kjör námsráðgjafa. Skal hann sitja á 5. eða 6. námsári og starfa í samráði við námsráðgjöf Háskóla Íslands.

 

5. Kafli

STJÓRN FÉLAGSINS

5.1. Allir stjórnarmeðlimir hafa jafnan rétt til að kalla saman stjórnarfundi en aðeins formaður getur boðað til aðal-fundar.

5.2. Formaður skal:

a) leiða störf stjórnar.

b) stjórna stjórnarfundum.

c) skjóta málum sem ágreiningur er um innan stjórnarinnar til almennra félaga.

d) gefa aðalfundi sk‎ýrslu um störf stjórnar sinnar.

 

5.3. Gjaldkeri skal:

a) gæta fjármuna félagsins.

b) annast innheimtu félagsgjalda.

c) sk‎rá endurskoðaða reikninga á aðalfundi og leggja fram tillágu um árgjald komandi fjárhagsárs.

d) bóka samdægurs allar fjárhagsráðstafanir félagsins í dálka-dagbók en vinna síðan upp úr henni rekstrar-, efnahags- og höfuðstólsreikning sem hann svo leggur fyrir endur-skoðendur ásamt dálkadagbókinni.

 

5.4. Ritari skal:

a) halda fundargerð yfir alla stjórnarfundi.

b) annast skjalavörslu og bréfaskriftir fyrir félagið.

c) halda skrá um alla félagsmenn, heimilisföng ‏þeirra og símanúmer. Skal hann útbúa símaskrá sem inniheldur nöfn, heimilisföng og símanúmer allra nema, kennara og starfsmanna T.H.Í., auk laga F.Í.T. og afhenda hana gegn greiddu árgjaldi. Starfsfólk deildarinnar mun fá síma-skrána án endurgjalds.

 

5.5. Formaður skemmtinefndar skal

a) Sitja á 3ja ári.

b) Hafa yfirumsjón með framkvæmd jólafundar og árshátíðar og vera um leið tengiliður milli skemmtinefndar og stjórnar FÍT.

c) Stunda önnur stjórnarstörf.

 

5.6. Meðstjórnendur skulu:

a) vera tengiliðir við nemendur Tannsmíðaskóla Íslands og N.A.T.

b) stunda önnur stjórarstörf.

 

5.7. Vantraust:  Skili almennur félagsfundur, sem uppfyllir kröfur aðal-fundar um fundarsókn, vantrausti á stjórn félagsins skal stjórnin ‏þegar boða til n‎ýs fundar innan viku ‏þar sem ný‎ stjórn skal kosin. Gilda um ‏þann fund sömu reglur og fyrir aðalfund.

 

6. Kafli

REGLUGERÐIR UM UTANFARIR

 

6.1. Félagið skal sjá um að afla styrkja til utanferða, enda séu ‏þær farnar til almennra stúdentaskipta á vegum EDSA og IADS.

6.2. Styrkhæfur telst hver sá félagsmaður sem greitt hefur árgjald frá og með 2. námsári.

6.3. Styrk‏þegum ber að skrifa grein í Harðjaxl um för sína.

6.4. Allar utanferðir á vegum félagsins skal augl‎ýsa með minnst mánaðar fyrirvara.

6.5.

a) Félagið skal styrkja nemendur til ferða á fundi EDSA og IADS. Auk ‏þess skal félagið leitast við að styrkja nemendur til almennra stúdentaskipta. Stefnt skal að ‏utanaðkomandi styrkur og styrkur félagsins nái námskeiðsgjaldi og fargjaldsupphæð. Stjórn félagsins ákveði styrkupphæð hverju sinni. Stjórnarmeðlimur víki af fundi sæki hann um.

b) Styrki skal sækja um til stjórnar FÍT minnst viku fyrir ‏þinghald, ella er utanferð EDSA eða IADS félaginu óviðkomandi.

6.6.

Við úthlutun styrkja gildir eftirfarandi forgangsröðun enda hafi viðkomandi ekki áður hlotið styrk til utanferðar

I. EDSA og IADS:

a) formaður

b) sjá II. a) og b)

II. Almenn stúdentaskipti:

a) séu menn jafn langt komnir gengur sá fyrir sem meira hefur unnið að félagsmálum

b) ‏þeir sem lengra eru komnir í námi ganga fyrir hinum.

6.7. Stjórn félagsins skal heimilt að senda fulltrúa félagsins á ráðstefnur erlendis þar sem sérstaklega sé fjallað um hagsmunamál F.Í.T. Skal slík ákvörðun hljóta sam‏ykki löglegs félagsfundar.

 

 

7.Kafli

LÖG UM HARÐJAXL

 

7.1.

a) Blaðið heitir Harðjaxl.

b) Blaðið skal koma út a.m.k. einu sinni á hverju félagsári.

c) Blaðið skal flytja allan þ‏ann fróðleik sem tannlæknanemum að gagni koma auk léttara efnis.

7.2. Stjórn blaðsins skal skipuð ritnefnd 5. ársnema undir forustu ritstjóra sem einnig er á 5. námsári. Ritstjóri Harðjaxls ber ábyrgð á útgáfu blaðsins.

7.3. Ritstjóri skal:

a) fara með yfirumsjón fjármála blaðsins og skal hann ábyrgur gagnvart félagsmönnum og aðalfundi.

b) bóka allar fjárhagsráðstafnir blaðsins í dálkadagbók og vinna síðan upp úr henni rekstrar-, efnahags- og höfuðstólsreikning sem hann leggur svo fyrir endurskoðendur ásamt dálkadagbókinni tveimur dögum fyrir almennan félagsfund í september.

c) leggja fram og sk‎rá endurskoðaða reikninga blaðsins á aðalfundi.

d) ákveða í samráði við ritnefnd áskriftar- og augl‎singagjöld svo og útkomutíma. Tannlækna- og tannsmíðanemar eru undan‏gengnir áskriftargjöldum.

e) tryggja að á milli ritstjórna blaðsins skuli vera kr. 350.000 á rekstrarreikningi sem er áætlaður kostnaður við útgáfu blaðsins og skal sú upphæð endurskoðast á aðalfundi eftir ‏þörfum m.t.t. verðlags hverju sinni.

7.4.

a) Hver blaðstjórn skal starfa í eitt félagsár.

7.5.

                            .Skapist hagnaður af útgáfu Harðjaxls skal hann renna óskiptur til ritstjórnar

 

 

8. Kafli

REGLUGERÐ UM LESSTOFU TANNLÆKNANEMA

 

8.1. Lesstofumógúll skal hafa yfirumsjón með lesstofunni, úthluta borðum ef ‏þess gerist ‏þörf og leysa úr ágreiningi um sætaskipan ef til þ‏ess kemur. Hann skal einnig sjá um rekstur og viðhald á ljósritunarvél félagsins.

8.2. Rétt til lestraraðstöðu hafa allir félagsmenn.

8.3. Nemendur hafa rétt til að merkja sér borð sem þ‏eir hafa ‏þá allan forgang að. Það skulu alltaf vera sem næst 20% borða frjáls öllum til afnota og vera merkt sem slík.

8.4. Rétt á borði hafa allir nemendur í deildinni. Þarf hann ekki að geyma föggur sínar á borðinu yfir sumarið til að halda ‏þeim rétti sínum.

8.5. Ef ný‎ting frátekins borðs er ekki sem skyldi getur lesstofustjóri, að vel athuguðu máli, úthlutað borðinu til nemanda sem augljóslega hefur meiri ‏þörf fyrir frátekið borð en sá sem fyrir var.

8.6. Lesstofumógúll skal halda til haga öllum skriflegum og munnlegum prófverkefnum sem lögð eru fyrir nemendur og sjá um að ‏þau séu aðgengileg nemendum til afritunar.

8.7. Lesstofunni er ætlast til góðrar umgengni og gagnkvæmrar virðingar við störf og eigu félaganna.

8.8.

a) Yfirumsjón með rekstri ljósritunarvélar F.Í.T., ‏.m.t. leyfi til notkunar, efniskaupa o.fl. sem upp kann að koma, er í höndum lesstofumógúls.

b) Ljósritunarvélin skal vera geymd í lokuðu herbergi F.Í.T. og vera til frjálsra afnota fyrir alla meðlimi F.Í.T. jafnt sem aukameðlimi sem greitt hafa félagsgjald.

8.9.

a) Allur hagnaður af rekstri ljósritunarvélar F.Í.T. skal renna til félagsins.

 

 

9.kafli

TÖLVUMÁL DEILDARINNAR

 

9.1. Yfirumsjón með viðhaldi og rekstri tölvubúnaði F.Í.T. skal vera í höndum tölvuséni deildarinnar.

9.2. Tölvuséni skal:

a) Fylgjast með, skipuleggja og taka til í geymslur‎ými tölvunnar.

b) Sjá um endurn‎ýjun og betrumbætur í tölvukosti félagsins.

c) Sjá um fræðslu við notkun tölvunnar.

9.3. Þeir sem eru að vinna að námsefni skulu hafa skilyrðislausan forgang að tölvunni.

9.4. Heimasíðusnillingur skal:

a) Hafa umsjón með heimasíðu F.Í.T og uppfæra hana reglulega.

 

10. kafli

MÁL ALMENNS EÐLIS

10.1 Á hverju ári skal 6. árs nemi vera til ráðgjafar 4. árs nema varðandi störf og skipulag á klíník.